Ég er nokkuð viss um að öllum finnist gaman að gleðja og hvílíkt og annað eins tækifæri til þess á jólunum. Ég elska að kaupa jólagjafir! Finnst lang skemmtilegast að byrja snemma og velja eitthvað persónulegt , er semsagt ekki mikill aðdáandi af því að gefa gjafabréf nema það sé fyrir einhvers konar upplifun.
En það hafa allir lent í því að vera algjörlega hugmyndasnauðir þegar kemur að jólagjöfum… korteri fyrir jól. Svo hér eru nokkrar hugmyndir… löngu fyrir jól.

Flestar af þessum gjöfum geta verið budget friendly. Enda geta þær verið úr mismunandi efni, frá mismunandi fyrirtækjum, úr misdýrum búðum og fleira. Þetta er alls ekki tæmandi listi og að sjálfsögðu geta allar þessar gjafir verið fyrir alla! þetta er bara svona ca ❤
Upplifanir
Gjafabréf í spa
Gjafabréf á kokteilanámskeið
Gjafabréf á köfunarnámskeið eða fjórhjólaferð
Gjafabréf á veitingastað
Hótelferð
Miði á viðburð (tónleikar, leikrit…)
Fyrir Hana (mæður, kærustur, vinkonur, dætur)
Skartgripir (t.d. stafahálsmen eða eitthvað áletrað)
Úr
Jakki/ Úlpa
Peysa
Flottur trefill eða klútur
Leðurhanskar (jafnvel með loði)
Skór
Taska/ veski
Krullujárn, sléttujárn…
Snyrtivörur (mögulega ilmvatn)
Vínflaska (ef einstaklingur er kominn með aldur að sjálfsögðu)
Brúsi (mögulega áletraður) (hægt að kaupa love island brúsa fyrir real fans)
Fyrir Hann (pabba, kærasta, vini, syni)
Viskí eða vínflaska
Skyrta (t.d. sérsaumuð)
Peysa
Jakki/ Úlpa
Leðurhanskar
Kortaveski/ veski
Bindi
Belti
Skartgripir (…áletrað væri mjög persónulegt og kjút)
Úr
Vasaúr
Rakspíri
Eitthvað tengt áhugamálum (t.d. íþróttum, veiði, golf, tölvuleikjum, útivist)
Fyrir þau (foreldra, ömmu og afa, vinapör)
Gott vín (viskí, koníak, vín)
Kertastjaki/ar
Kerti
Huggulegt skurðarbretti
Teppi
Myndarammi/ar
Blómapottur
Vínglös
Sodastream
Rúmföt
Spil
Fyrir krakkana
Bangsar (t.d. riiiiisabangsar úr costco)
Dúkkur
Bækur
Kubbar
Önnur leikföng
Fatnaður
Skór
Púsl
Spil
Litabækur
Hjól/ hlaupahjól
Heyrnatól
Brúsi
Bakpoki