Ekki láta þér leiðast í covid

Nú eru margir sem eyða mjög miklum tíma heima. Sumir í sóttkví, einangrun eða hreinlega kjósa að halda sig inni. Ég ver sjálf miklum tíma heima þar sem námið mitt er að mestu leiti orðið að fjarnámi, líkamsræktarstöðvar lokaðar og mér finnst það bara orðið nokkuð notalegt. Það er nefnilega alveg margt hægt að gera heima til að láta sér ekki leiðast. Ég tók saman smá lista yfir allskonar sem hægt er að gera og nýta sér í ástandinu.

Það er til dæmis alveg hægt að njóta góðs matar þó maður fari ekki út að borða. Jafnvel hægt að hafa smá date night eða halda uppá eitthvað með fjölskyldunni og panta fínan mat. Mjög margir veitingastaðir bjóða uppá take away og sumir eru líka með einhver tilboð í gangi. Ég kíki alltaf á facebook, instagram og heimasíður hjá veitingastöðunum til að tékka á tilboðum. Þetta eru staðir sem ég hef nýlega pantað hjá og mæli með:

-Punk
-Sæta svínið
-Reykjavík meat
-Sushi Social


Ég er líka alltaf að leita mér að einhverju til þess að horfa á…frábært tilefni til að kúra undir teppi, poppa og fá sér nammi. Hér eru nokkrar mynda- og þáttaseríur sem ég er annað hvort búin að horfa á eða ætla að horfa á á næstunni:

-Pirates of the Caribbean
-Harry Potter
-Lord of the rings (+The Hobbit)
-Fast and Furious
-High school musical
-James Bond myndirnar

-Emily in Paris
-Love Island
-Friends
-Keeping up with the Kardashians
-Peaky Blinders


Þó svo að gymið sé lokað og íþróttir hafa verið settar á hold þýðir ekki að maður geti ekki haldið sér hraustum. Hér eru nokkrar leiðir til þess:

-Heimaæfing
-Út að hjóla
-Út að skokka/hlaupa
-Fjallganga
-Göngutúr

Veit ekki með ykkur en ég dýrka að hlusta á podcöst! Til dæmis í göngutúr, í bíl, meðan ég tek til eða elda. Þetta eru podcöst sem ég hlusta alltaf á um leið og nýir þættir koma út:

-Call her daddy
-FM95blö
-Teboðið
-Podcast með Sölva Tryggva


Svo er að sjálfsögðu hægt að baka, teikna, lita, púsla og spila. Á mínu heimili er mjög vinsælt að spila t.d. olsen olsen og bezzerwizzer. Svo kemur mjög á óvart hvað það er kosy að hlusta á podcast og teikna.
Möguleikarnir eru endalausir og ég er viss um að hver og einn gæti bætt einhverju við þennan lista.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3