Ég fór á smá búðarölt í Smáralind í dag og fann helling af flottum skóm! Mér datt í hug að taka nokkrar myndir og deila þeim hér á blogginu.
Ég byrjaði á Kaupfélaginu. Kaupfélagið er núna t.d. að selja nýju línuna, Jódís by Andrea Röfn.

Það er svo marga flotta skó að finna í þessari línu en mér finnst þessir flottastir!

Sá líka flotta Nike skó í Kaupfélaginu …

GS skór var næsta skóbúð sem ég fór í og fann þar flottustu skóna, sem mig langar svo að fá mér! Það eru þessir hérna…
Þetta eru skór frá Fru.it og kosta 49.995kr
En GS Skór er að sjálfsögðu líka með sívinsælu Dr.Martens í mörgum litum og gerðum.

Það fer eflaust ekki framhjá neinum að uppháir, reimaðir skór séu mjög mikið í tísku núna! Ég náði að finna þrjár ódýrari en samt mjög flottar týpur af svona skóm í Smáralindinni.



Næst kíkti ég í Air og þar voru þessir flottu strigaskór í boði…


Zara var líka með mjög plain og sæta strigaskó.


Alveg í lokinn fór ég í Gallerí 17 og fann þar sjúka skó frá Dr.Martens og NA-KD. Svo að sjálfsögðu þarf ég að troða Bonnie boots frá Unif inní bloggið því þeir eru með betri kaupum sem ég hef gert!



Flottir skór leynast alls staðar og þessa fann ég í einni ferð í Smáralind! Býst við að þeir yrðu miklu fleiri hérna ef ég hefði farið t.d. líka í Kringluna eða Húrra Reykjavík, kannski ég kíkí bara þangað bráðlega…
Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3