Must haves í fataskápinn!

Það er svo þægilegt að eiga eitthvað skothelt í fataskápnum sem hægt er að stíla á alla vegu. Mér finnst alveg mjög gaman að vera búin að plana outfit kvöldinu áður og hafa það tilbúið þegar ég vakna. Ég vildi að ég hefði alltaf metnaðinn og tímann í að gera það en sannleikurinn er sá að það gerist bara mjög sjaldan. Svo ég dýrka föt sem er bara hægt að henda sér í á morgnana og líða vel í yfir daginn.
Þetta eru flíkur og aukahlutir sem ég get notað aftur og aftur og gert mörg lúkk úr. Þetta eru að mínu mati (!) must haves í fataskápinn fyrir þá sem vilja auðveld outfit sem líta vel út:

Gallabuxur sem eru bæði flottar og þægilegar svo maður nenni alveg örugglega í þær á morgnana. Uppáhalds mínar eru svartar high rise super skinny gallabuxurnar frá Levis og straight leg gallabuxurnar frá Zöru. Báðar gallabuxurnar eru á myndunum hér fyrir neðan.

Svartur blazer er ómissanlegur í fataskápinn! Bæði skotheld utanyfirflík þegar tilefnið er fínt en gerir líka svo mikið fyrir auðveld hversdagsoutfit. Ég hef átt sama svarta blazerinn frá H&M í mörg ár og notað hann mikið en ákvað um daginn að fjárfesta í glænýjan úr Zöru.

Basic hettupeysur eru eitthvað sem ég á alltaf til. Ég á hvíta og svarta hettupeysu úr karladeildinni í H&M. Ég nota þessar mikið þar sem það er fátt þægilegra en hettupeysa og hægt að stíla bæði svartan og hvítan við margt.

Prjónuð peysa! Ég keypti mér þessa prjónuðu peysu fyrir ekki svo löngu síðan í H&M og er búin að nota hana oftar en ég átti von á að gera. Prjónuð peysa er líka þægileg en aðeins fínni en hettupeysa. Ég er búin að nota hana við allskonar aðrar flíkur og núna mæli ég með að allir eigi eina flotta prjónaða peysu.

Punktinn yfir i-ið setur flott veski þegar kemur að outfiti! Þessi tvö eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3