Kynnist mér betur

Fyrst langar mig að þakka þér kærlega fyrir að lesa bloggið mitt og öllum þeim sem eru búin að vera að lesa færslurnar! Gleður mig ótrúlega mikið að þið vilji fylgjast með og gefa ykkur tíma í að lesa það sem ég skrifa ❤

Mig langar að segja ykkur sem lesið, meira um mig svo þið fáið að kynnast mér aðeins betur.

Eins og ég hef komið inná áður er ég 21 árs og er á 3. Ári í Íþróttafræði í HR. Ef allt fer vel þá útskrifast ég sem íþróttafræðingur í vor. Ég hef hins vegar alltaf haft sálfræðina á bakvið eyrað og langar að skipta smá um stefnu og byrja í sálfræði næsta haust. Ég stefni svo á að komast í og klára klíníska sálfræði.

Uppá síðkastið hef ég orðið að rosalega mikillri húsmóður, kærastanum og mömmu minni til mikillar ánægju. Ég hef lengi elskað að elda en er nýbyrjuð að hafa gaman af þrifum og miklu skipulagi. Ég byrja alla daga á því að taka til það sem þarf heima. Ég sé einnig oftast um bakstur og kvöldmatinn á heimilinu og myndi alls ekki vilja breyta því þar sem mér líður best í eldhúsinu. Ég dýrka líka að skipuleggja og halda partý og önnur boð. Draumurinn væri að vera í fullu starfi sem húsmóðir í framtíðinni. Bara elda, þrífa, kaupa inn, þvo, smyrja nesti og sjá um börnin og hundana.

Ég á dásamlegan kærasta hann Kristófer. Hann er svo fyndinn að mig verkjar oft úr hlátri með honum, svo er alveg nokkuð augljóst hvað hann er myndarlegur en það er allt annað mál…Við erum búin að vera saman í aðeins meira en 1 ár og það vill svo til að við eigum von á hvolpi í byrjun næsta árs sem við erum bæði ótrúlega spennt fyrir. Mér finnst mjög líklegt að það komi nokkrar færslur tengdar því þegar nær dregur.

Mamma er besta vinkona mín. Við höfum alltaf verið ótrúlega nánar og ég sé ekki fram á að það breytist neitt bráðlega. Mamma mín er nefnilega alveg mjög flippuð og það er oft mjög gaman af henni. Ég er mega þakklát fyrir samband okkar mömmu og hvað hún hefur alltaf hugsað vel um mig, enda góðhjartaðasta manneskja sem ég veit um.

Það er mjög erfitt að lýsa sjálfum sér þannig að ég bað nokkra um að lýsa mér í einu orði og þetta eru orðin sem komu: opin, skemmtileg, sjálfstæð, ákveðin, hress, jákvæð, og umhyggjusöm. Myndi kannski bæta við að mér bregður auðveldlega og mér er stundum (…oftast) illa við myrkur. Annars er ég ekkert of flókin manneskja, hlusta á mainstream tónlist, horfi helst á grínmyndir eða söngleika, elska að eiga afmæli og fylgi yfirleitt trendum. Fleira var það ekki að þessu sinni en ég er viss um að þið náið að kynnast mér meira með hverri færslu.

Ef þið hafið áhuga þá endilega skráið ykkur á póstlistann neðst á heimasíðunni! Þá fáiði alltaf mail þegar ný færsla kemur inn.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3