Jólaóskalistinn minn

Nú eru margir að búa til óskalista fyrir jólin. Ég ákvað að deila mínum með ykkur í von um að hann geti mögulega hjálpað ykkur með gjafir fyrir ykkar fólk ❤ Nú eða fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað ykkur langar í og sjáið mögulega eitthvað fallegt hér til að setja á ykkar eigin óskalista.

Mig er búið að langa lengi í þessi skópör og því eru þau efst á óskalistanum í ár!

Var að sjá að GK Reykjavík var að fá nýja sendingu af þessum treflum fyrir stuttu og setti því eitt stykki beint á listann.

Acne Studios logo scarf

Fyrir stuttu byrjaði ég að blása mjög reglulega á mér hárið eftir sturtu en hárblásarinn minn er orðinn soldið þreyttur og gamall greyið. Þannig að nýr hárblásari á mikinn rétt á sér á óskalistanum í ár.

HH Simonsen compact dryer

Eins og þið kannski vitið eftir dekurfærsluna þá finnst mér mjög gaman að eiga og nota allskonar skincare vörur.
Ég væri mega til í að prufa þessar vörur frá Laugar Spa.

Maður á aldrei nóg af fínu skarti! Ég gjörsamlega elska skartgripina frá myletra og myndi vilja bæta þessu gyllta skarti í safnið.

Ég á nefnilega mini letra stafi en vantar nýja styttri keðju og mér finnst þessi gyllta cable keðja mjög klassísk og flott fyrir þá.

Það er mjög langt síðan að ég hef skoðað úr en sá þetta um daginn í Meba og sá strax fyrir mér hvað þetta yrði flott á manni.

Daniel Wellington- Iconic Link 28mm

Þetta tvennt rataði líka á listann.

Æfingafötin eru soldið eins og skartið… maður á aldrei nóg af þeim. Það er farið að vanta íþróttatoppa í minn skáp og ég tek nýjum hlýrabolum alltaf með opnum örmum.

Þetta er það sem komið er á jólaóskalistann minn í ár. Jólin mega vera aðeins fljótari að koma mín vegna.

En hvar fást þessar vörur?
Þessar vörur eru eflaust seldar á mörgum mismunandi stöðum, þetta eru aðeins staðirnir sem ég veit um.
Dr. Martens Jadon vegan – GS Skór
Asics GSM – Húrra Reykjavík
Acne Studios Logo scarf – GK Reykjavík
HH Simonsen compact dryer – Beautybar, Kompaníið
LaugarSpa vörurnar – organicskincare.is
MyLetra – myletra.is, Hrím, Maí
Daniel Wellington – Meba, Jón og Óskar
Blanche taska – Húrra Reykjavík
Hvisk kortaveski – Húrra Reykjavík
Nike æfingafötin – Hverslun, Air

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3