Brúnkurútínan mín

Ég man þegar ég byrjaði fyrst að nota brúnkukrem, ég hafði ekki hugmynd hvernig það virkaði. Ég hafði bara séð brúnkuKREM og prufaði að setja það á mig án þess að preppa húðina og bara með berum höndum eins og body lotion. Get ekki sagt að það hafi verið flott og ég gafst upp á brúnkukremi strax þann dag. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem ég ákvað að prufa brúnkufroðu með vinkonu minni. Hún kenndi mér þá að betra væri að nota hanska og það brúnkusession endaði aaaaðeins betur en það fyrsta. Með árunum hef ég lært síðan allskonar önnur tips og tel mig vera búin að fullkomna brúnkurútínuna mína. Kannski virkar hún ekki fyrir alla eða kannski eru einhver lykilráð þarna úti sem ég er ekki búin að fá… en kannski virkar þessi rútína jafn vel fyrir aðra og hún virkar fyrir mig svo hér er hún:

1. Skrúbba og raka líkamann

Ég nota annað hvort French Grape Seed Scrub frá Body shop eða bara skrúbbhanska og líkamssápu til að skrúbba líkamann. Svo nota ég Vitamin C Microdermabrasion (einnig frá Body shop) til að skrúbba andlitið. Ég skrúbba húðina til að losa mig við gamla brúnku og dauðar húðfrumur. Skrúbba fyrst, raka svo!

2. Body lotion

Body lotion er !key! þegar á að setja á sig brúnkuvörur. Hef heyrt að það sé gott að setja krem þar sem þurrkublettir myndast oftast ss. olnbogum, hnjám, höndum og ökklum en ég tel að það sé lang best að maka þessu á sig allan! Þá kemuru í veg fyrir þurrkubletti allsstaðar og mér finnst líka töluvert léttara að dreifa brúnkukreminu ef ég set body lotion á undan. Ég hef mikið notað Ethopian Green Coffee Cream frá Body shop (sjokker) uppá síðkastið. Ég bíð í ca 10 mín áður en ég held áfram svo að kremið fái aðeins að setjast í húðina. Ekki gleyma að setja á ykkur andlitskrem ef þið ætlið að setja brúnkukrem á andlitið.

3. Brúnkukrem (…eða froða eða sprey eða hvað sem hentar þér)

Ég nota Marc Inbane brúnkuspreyið og brúnkuhanska frá sama merki. Ég spreyja bara á hanskan eða beint á líkamann og dreifi því svo með hringlaga hreyfingum með hanskanum. Ég byrja á því að setja á fæturna, svo á búkinn, bakið og svo hendur og háls.
Ég nota síðan farðabursta til að bera á handabak, putta og andlit. Ég set aldrei brúnkukrem á allt andlitið, aðeins á staðina sem ég vil skyggja.Ég prófaði mjög margar brúnkuvörur áður en ég fann hvað hentaði mér best. Ég hef prufað krem, mismunandi froður og svo sprey. Það er aldrei eitthvað eitt sem hentar fyrir alla en ég get 100% mælt með Marc Inbane brúnkuspreyinu! Það er hrikalega auðvelt í notkun, gefur ótrúlega flottan lit og ég persónulega elska lyktina af því. En Marc Inbane er í dýrari kantinum af svona vörum svo mig langar líka að mæla með einu ódýrara en það er Cocoa Brown brúnkufroðan og TanOrganic brúnkuhanskinn!

4. Skola ysta lagið af

Ég skola oftast brúnkukremið af nokkrum klukkutímum eftir að ég set það á mig en það er alls engin nauðsyn. Ég ber oftast brúnkukrem á mig fyrir hádegi svo ég skola ysta lagið af svona um kvöldið áður en ég fer að sofa. Ég reyni líka að gera það áður en ég tek æfingu svo ég svitni því ekki í fötin. En ég hef líka oft sett á mig brúnkukrem á kvöldin og skola þá ysta lagið af bara um morguninn þegar ég vakna.

Ég reyni að setja á mig brúnkukrem ca vikulega til að viðhalda sem flottustum lit.

Marc Inbane vörurnar fást meðal annars á marcinbane.is, í Lyfju og hjá BeautyBar.
Cocoa Brown vörurnar fást meðal annars í Hagkaup og Bónus.
TanOrganic brúnkuhanskinn er til í Hagkaup, Lyfju og Heilsuhúsinu.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3