Top 10 á TaxFree

Nú eru Tax Free dagar í Hagkaup til 26. nóvember! Mér finnst svo gaman að tríta mig með nýjum snyrtivörum. Ég nýti mér tax free yfirleitt alltaf og þá sérstaklega ef ég sé fólk mæla með einhverjum snyrtivörum sem mig langar oftast strax í. Svo ég ákvað að deila með ykkur mínum uppáhalds snyrtivörum sem finnast í Hagkaup og kannski er eitthvað á listanum sem ykkur líst á og getið nýtt tækifærið í að kaupa.

1. Sensai Bronzing Gel
Bronzing gelið er litað krem sem gefur ótrúlega fínan lit. Það er ótrúlega létt og hægt að nota á marga vegu. Það er hægt að nota það t.d. undir farða eða blanda við farðann til að gera hann aðeins dekkri. Ég nota það oftast eitt og sér þegar mig langar bara í smá lit en nenni ekki að mála mig. Ég á það í litnum BG62 og hef heyrt að það henti fyrir flesta en mæli með að kanna litina sjálfur.

2. Cocoa Brown brúnkufroða
Ótrúlega mjúk froða, á ótrúlega góðu verði og hvað þá á tax free. Endilega kaupa brúnkuhanskann frá TanOrganic í leiðinni, hann er líka til í Hagkaup!

3. Garnier Hair Food
Hef sagt áður frá þessum hármöskum enda eru þeir ótrúlega vanmetnir. Mæli mjög mikið með þeim. Ég nota oftast Papaya og er núna á þriðju dollunni minni. En á dollunum er hægt að sjá fyrir hvernig hár hver maski er.

4. NYX Slim Lip pencil
Silkimjúkur varablýantur og hellingur af flottum litum í boði.

5. NYX Epic Ink Liner
Ég er mjög mikill eyeliner rookie en vá hvað þessi er góður. Þetta er bara eins og penni. Ekki of blautur, ekki of þurr, ekki of þykkur, ekki of mjór. Trúi því að ef ég mastera línuna þá verður það þessum að þakka.

6. NYX Bare With Me tinted skin veil
Mjög léttur farði sem veitir samt sem áður þekju. Go to hversdagsfarðinn minn. Ég á hann í litunum beige camel og golden camel.

7. NYX Born To Glow Radiant Concealer
Ég á þessa í litunum neutral og warm caramel. Ég nota neutral sem hyljara en warm caramel til að skyggja andlitið.

8. Loreal maskarar
Ég er frekar picky þegar kemur að maskörum. Enda rosalega persónubundið hvernig maskara maður fílar en ef þú fílar þykka maskarabursta og kooolsvartan maskara þá mæli ég með þessum tveimur.

9. Urban Decay Brow Blade
Það eru margir búnir að mæla með þessu og ég ætla að bæta mér inná þann lista. Einu megin er blýantur og hinum megin er penni. Ég nota þetta í litnum brunette betty.

10. Urban Decay All Nighter setting spray

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3