Snúin kerti

Ég er búin að sjá nokkuð marga búa til snúin kerti og langaði að gera það líka enda ekkert smá flott að vera með svona heima. Það að handsnúa kertin reyndist auðvelt verk með mjög fallegri útkomu svo mig langaði að deila þessu með ykkur.

Ég ætla að segja ykkur skref fyrir skref hvernig þið getið gert þetta. Ég lærði hvernig ég ætti að búa til svona kerti á tiktok og set linkinn að myndbandinu neðst. Ég notaði kerti frá Sostrene Grene og það virkaði mjög vel!


1. Setjið kertin í miðlungsheitt vatn (uþb 35°C) og látið standa í korter

2. Fletjið kertin (ég notaði kökukefli til þess) á þeim stað sem þið viljið snúa uppá

3. Snúið uppá kertin<3

4. Setjið kertin í kalt vatn í nokkrar mínútur (3 mín duga)

5. Takið kertin uppúr kalda vatninu og leyfið þeim að þorna

Mér finnst mjög flott að hafa eitt hvítt og annað í lit. Þetta er líka mjög sæt gjöf fyrir hvern sem er fyrir hvaða tilefni sem er og ég er nú þegar búin að ákveða nokkra sem fá svona í jólagjöf frá mér í ár!

https://vm.tiktok.com/ZSgtTHEh/

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3