Sörubakstur

Ég er komin í mjög mikið jólaskap! Við mamma keyptum jólatré í vikunni (sem bíður reyndar enn úti á palli eftir að vera tekið inn og skreytt), við erum búnar að jólaskreyta heimilið og flestar jólagjafir eru pakkaðar inn. En það var eitthvað sem vantaði og það var að sjálfsögðu að hefja jólabakstur. Sörur hafa verið lengi í uppáhaldi en ég byrjaði ekki að baka þær sjálf fyrr en 2018. Ég hélt alltaf að sörubakstur væri svo hrikalega flókinn þangað til að Arna Petra setti inn bloggfærslu með uppskrift sem ég ákvað að prófa. Síðan þá hræðist ég ekki sörubakstur og hlakka alltaf til að baka þær.

Mæli mikið með þessari uppskrift: https://arnapetra.blog/2018/12/05/sorur/

Ég setti smá twist á sörurnar í ár… Ég ákvað að setja 2 matskeiðar af Baileys í helminginn af kreminu og er núna með venjulegar sörur og Baileys sörur 😉

Takið dag frá og bakið með einhverjum sem ykkur þykir vænt um. Mjög jólalegt, vel ilmandi oooog bragðgott quality time.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3