Kvöldmatarhugmyndir

Nú eru margir farnir að koma sér aftur í rútínu og huga aftur að “venjulegum” kvöldmat. Við fjölskyldan erum allavega búin að vera að lifa á hátíðarmat og take away í jólafríinu og erum núna loksins byrjuð aftur að elda almennilegan heimilismat. Ég er alls ekki að kvarta yfir jólamat og take away en mér finnst gott að fá heimilismat aftur. Mér finnst samt mjög oft erfitt að fá kvöldmatarhugmyndir og veit að það eru aðrir sem lenda í því sama. Svo ég ákvað að deila með ykkur vikuseðli og mögulega geta einhverjir nýtt sér hann til að finna kvöldmatarhugmyndir fyrir sig.

Sveppatagliatelle og bruschetta

Eini grænmetisrétturinn í vikunni og svooo góður og auðveldur. Bara ferskt pasta í svepparjómasósu og baguette með tómötum og basil.

Fiskur í raspi

Margir myndu segja að það sé alltof oft fiskur í raspi í matinn heima hjá mér en ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég geri fisk í raspi að hætti Sólrúnar Diego sem þú getur fundið HÉR. Við erum samt team remúlaði…

BBQ kjúlli

Ég prófaði að gera þetta fyrir stuttu og þetta hefur slegið í gegn á heimilinu. Ég ofnbaka kjúllan í eldföstu móti með helling af BBQ sósu. Svo geri ég oftast sætkartöflumús (eða bara bakaðar sætar) og maísbaunir til að hafa með.

Spaghetti and meatballs

Ég geri nú oftar hakk og spaghetti en í þetta skipti ákváðum við að breyta aaaðeins til og gera kjötbollur úr hakkinu.

Pestó kjúklingur

Kjúklinginn í eldfast mót, heilt pestó og feta ostur yfir og beint inní ofn…Namm! Mjög gott að hafa svo ofnbakað grænmeti (t.d. sætar, blómkál og brokkolí) til hliðar.

Sænskar kjötbollur

Klassískur heimilismatur! Bollur beint úr Ikea með soðnum kartöflum, brúnni sósu og sultu. Gerist ekki betra.

Við Kristófer fáum svo alltaf heimabakaða pizzu á föstudögum heima hjá honum ❤

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3