Undirbúningur fyrir hvolp

Eins og kannski einhverjir vita þá eigum við Kristófer von á hvolpi og nú er bara ca. mánuður þangað til að við fáum hann heim! Við Kristófer höfðum lengi rætt það að fá okkur hund en lokaákvörðuninni fylgdu ótalmargar pælingar og löng leit að réttu tegundinni. Við komumst í samband við ræktandann “okkar” í maí á seinasta ári og höfum beðið alltof alltof alltof spennt síðan. Núna rétt fyrir jól fengum við svo skilaboð að hvolpurinn okkar væri fæddur og því ekki langt þangað til að þetta verði allt að raunveruleika. Svo núna erum við á fullu að græja allt fyrir pínulitla Miniature Pinscher rakkann okkar<3

Við Kristófer ólumst bæði upp í kringum hunda. Ég átti hann Porter sem var töluvert stærri en hundurinn sem við erum að fá svo að þetta verður fyrsti smáhundurinn minn en Kristófer ólst upp að hluta til með einmitt miniature pinscher.

Ég er búin að sitja yfir youtube myndböndum og greinum sem fræða mig um tegundina og uppeldi hunda alveg síðan við völdum tegund. Mæli mikið með þáttunum its me or the dog á youtube! Ekkert smá góð afþreying (og endalaust af sætum hundum). Við fórum einnig inná miniature pinscher grúbbu á facebook í ca. maí og höfum fylgst mikið með öðrum minpin fjölskyldum.

Við byrjuðum líka mjög snemma að undirbúa okkur undir komu hvolpsins og erum komin langleiðina með það í dag. Ég ofpeppaðist aðeins og byrjaði að kaupa allskonar áður en tíkin (mamman) varð hvolpafull. Annars bjó ég til innkaupalista með öllu sem ég tel okkur þurfa að eiga þegar hvolpurinn kemur heim og í dag erum við búin að kaupa allt af honum. Ég er þó viss um að við föttum smátt og smátt hvað þarf meira fyrir litla monsann. Við áttum hvolpamottur fyrir sem við fengum frá vinafólki svo að þær eru ekki inná listanum.

Við plönuðum verslunardag langt fram í tímann og kláruðum innkaupin seinustu helgi! Við versluðum í Dýraríkinu, Gæludýr og Dýrabæ. Svo fann ég skálarnar í H&M home.

Mér finnst þessi grái bangsi metkrúttlegur þess vegna er hann á öööölllum myndunum! En við keyptum allskonar mismunandi dót.

Næst á dagskrá er að hitta hvolpinn og bíða svo róleg fram í miðjan febrúar þegar við megum taka hann heim ❤

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3