Kvöldmatarhugmyndir 2

Þar sem seinasta kvöldmatarhugmyndafærsla (já það er orð 🙂 ) vakti áhuga og margir vildu fá fleiri í þessum dúr þá fannst mér ekkert annað í stöðunni en að koma með fleiri svona færslur. Einnig var ég beðin um að bæta við uppskriftum og það er líka alveg sjálfsagt mál. Ég elda mikið uppúr hausnum og uppáhalds mælieiningarnar mínar eru “dass” og “ca svona” þegar kemur að eldhúsinu en ég reyni að koma öllu í uppskriftirnar.
Ef þið eruð ekki búin að kíkja á fyrstu færsluna þá er hún HÉR.

Sesar Salat

Það sem þú þarft:
Íssalat
Kjúklingabringur
Brauðteningar
Parmesan
Sesar dressing

How to:
Kryddaðu kjúllabringurnar eins og þú vilt hafa þær (ég notaði salt, pipar, paprikukrydd, sítrónupipar og garlic powder). Steiktu þær á pönnu í 2 mín á hvorri hlið og settu þær svo í ofn á 200° í ca 20 mín eða þar til þær eru ready. Salatið skaltu skola og blanda við sesar dressinguna (ég notaði Hellmans Caesar with smoked garlic). Svo bara setja salatið og kjúllan saman í skál og strá brauðteningum og rifnum parmesan osti yfir!

Peking Duck

Það sem þú þarft:
Aromatic Crispy Duck pakkann (fæst t.d. í Bónus)
Gúrka
Vorlaukur
Japanskt majó (valfrjálst, ekki must)

How to:
Settu öndina í ofninn á 200° í ca 30 mín. Eftir þessar 30 mín skaltu setja á grillstillingu í ofninum, hækka hitann uppí 220° og hafðu öndina inní ofni í 6-8 mín í viðbót.
Grænmetið og öndina geturu svo skorið í strimla, sett sósuna í skál (það þarf ekkert annað að gera við hana) og henda pönnukökunum inní örbylgju í svona 30 sek. Þá er þetta bara ready!

Kjúklingur í Rauðu Karrý

Það sem þú þarft:
Kjúklingabringur
Rautt karrýmauk
Kókosmjólk
Grænmeti að eigin vali (+hvítlaukur)
Fish sauce eða soy sauce
Hrísgrjón

How to:
Hitaðu olíu á pönnu og blandaðu svo u.þ.b. 3-4 teskeiðum af karrýmaukinu við. Svo skaltu bæta við einu skornu hvítlauksrifi út í og hrærðu í ca 30 sek. Eftir þessar 30 sek er tími kominn á að bæta við kjúklingnum (krydda með salt og pipar). Þegar kjúllinn er ready þá geturu bætt við grænmetinu (ég breyti oft til en í þetta skiptið var ég með papríku, rauðlauk, bamboo slices og strengjabaunir). Steiktu allt saman í ca 2 mín eða þar til grænmetið er búið að mýkjast aðeins. Þá geturu hellt kókosmjólkinni út í (1 dós), hrært aðeins og bætt svo við matskeið af fish sauce og teskeið af sykri. Berðu fram með hrísgrjónum og gott er einnig að hafa koríander til að strá yfir.

Þegar ég hef aðeins lengri tíma í eldhúsinu þá nota ég hins vegar ÞESSA uppskrift sem mér finnst aaaaðeins betri en þó flóknari. Ég vel samt líka grænmetið sjálf þá.

Selfoss Style Pylsa

Það sem þú þarft:
Pylsubrauð
Rifinn Ostur
Franskt kartöflykrydd
Smjör
Doritos
Hvítlaukssósa

How to:
Opna skal pylsubrauðin, smyrja þau með smjöri utan á, setja á bökunarplötu (smurða hliðin niður) og setja rifinn ost inní brauðin. Skerðu línu í pylsurnar frá einum enda í hinn, opnaðu þau eins og pylsubrauð og legðu á bökunarplötuna (með ljósari hliðina niður). Settu pylsubrauðin og pylsurnar inní ofn á 200° og helst grillstillingu og hafðu það inni þangað til að osturinn bráðnar. Þetta er fljótt að gerast svo gott er að tékka oft. Þegar platan er komin út stráðu þá frönsku kartöflukryddi og doritosinu á pylsubrauðin. Næst fer pullan ofan á og að lokum hvítlaukssósa! Mér finnst svart doritos best á pylsuna en það er að sjálfsögðu smekksatriði 🙂

Vefja

Vefjur er hægt að gera á alla vegu, með mismunandi próteingjöfum, sósum, grænmeti og fleiru. En hér er uppáhalds vefjan mín…

Það sem þú þarft:
Tortilla kökur
Hakk
Pipar- eða mexíkóostur
Burrito krydd (Santa Maria)
Kál, gúrka, papríka
Salsa
Hvítlaukssósa

How to:
Steiktu hakkið með SLATTA af burrito kryddinu. Þegar hakkið er að verða fullsteikt settu þá hálfan skorinn pipar- eða mexíkóost útí hakkið og hrærðu vel svo að osturinn dreifist. Eftir það er vefjan alls engin geimvísindi þar sem þú setur restina af hráefnum saman inní örbylgjuhitaða tortilluna og lokar henni. Ég set af og til mulið svart doritos á vefjuna líka, mæli með!

Hlakka til að sjá hvað ykkur finnst um færsluna og matinn!

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3