Seinasta helgin tvö saman

… í bili!

Núna næstu helgi getum við Kristófer LOKSINS sótt hvolpinn okkar og tekið hann heim! Það er líka fleira að gerast þessa helgi eins og valentínusardagurinn og síðan á Kristófer afmæli á mánudeginum. Þar sem við fáum litla molann á laugardeginum og viljum vera sem mest með honum þá ákváðum við að fara ekkert út til að halda uppá valentínusardaginn né afmælið heldur njóta heima. Eeeeeen….

Ég ákvað að halda smá afmælisgaman fyrir Kristófer seinustu helgi í staðinn!

Við fórum á föstudeginum á ION adventure hotel á Nesjavöllum og gistum þar í eina nótt. Hótelið er mjög flott, á ótrúlega fallegum stað, með kósý spa aðstöðu, góðum mat og stuuuurluðum mojito.

Þegar við skráðum okkur út af hótelinu á laugardeginum þá fórum við heim að skipta um föt og svo beint í miðbæ Reykjavíkur. Þar fórum við á Kol og fengum okkur Lúxusbrunch og límonaði. Bæði var ótrúlega gott en ég get ekki hætt að hugsa um límonaðið. Ætla bráðlega aftur bara til þess að fá mér það.

Kristó finnst fátt skemmtilegra heldur en strákakvöld. Þegar ég var að plana þessa helgi fyrir svolitlu síðan þá heyrði ég í vinum Kristófers og bað þá um að skipuleggja einhvern hitting á laugardagskvöldinu. Ég hélt lengi að þeir væru ekkert að spá í þessu en strákar þurfa greinilega alls ekki langan tíma í að plana svona. Um kvöldið gaf ég Kristó pakka sem innihélt allt í allskonar G&T og borðspilið Hint. Ég batt fyrir augun á honum og skutlaði honum til strákanna sem voru búnir að græja geggjaðan kvöldmat. Á meðan hann var með strákunum fór ég heim og horfði á alltof marga Sex and the city þætti.

Eftir nokkra daga verðum við ekki lengur bara tvö heldur verðum við og hvolpurinn orðin að lítilli fjölskyldu. Við getum ekki beðið og erum tilbúin og spennt fyrir nýja verkefninu!

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3