Fyrsta vikan með Astro!

Kynnist Astro ❤

Astro er sætasti moli sem ég veit um og hann er ennþá súperdúper lítill enda bara 9 vikna smáhundur. Astro er rosalegur orkubolti með dass af athyglisbrest sem elskar að leika og kúra hjá foreldrum sínum.

Að eiga hvolp er rosalegur rússíbani. Hann er ennþá að kanna heiminn og læra á hann. Ég vissi að það yrði krefjandi að eiga hvolp og kröfurnar eru alveg jafn miklar og við áttum von á og kannski aðeins meiri svona af og til.

Astro er rosalegur nagari eins og flestir hvolpar og hvað sem kemst uppí hann verður nagað. Hann á það til að eiga klósettslys en oftast er hann duglegur að fara á bleyjuna. Astro okkar er kuldaskræfa og vill mjög takmarkað vera úti í garði þó við reynum að venja hann á það og kenna honum að pissa þar. Hann vaknar ennþá stundum á næturnar og þá þarf að setjast eða leggjast hjá bælinu hans og kúra þangað til að hann sofnar aftur.

Hann hoppar og skoppar út um allt og við líkjum honum oft við kengúru. En hann hefur verið kallaður allskonar á þessari viku hérna heima eins og t.d. kleina, ljón, mús, leðurblaka, kúrulingur og allt annað sem okkur dettur í hug þegar hann gerir eitthvað skemmtilegt.

Þó að verkefnið sé krefjandi þá er það mun meira gefandi. Hann gefur okkur svo mikla hlýju, ást og endalausa gleði. Astro er nefnilega alveg dásamlegur og hverjum finnst sinn fugl fagur en hann er í alvöru! sætastur í heimi. Við erum alla daga spennt að vakna og eyða tíma með honum og hann alltaf spenntur að sjá okkur.

Við reynum okkar besta í að uppfylla allar þarfir hans Astro og kenna honum nýja hluti ásamt því að gefa honum nóg af ást og umhyggju. Við erum mega spennt að sjá hann vaxa með okkur.

Smá lokaorð: ég hef ekki verið nógu dugleg að uppfæra bloggið en það er vegna þess að ég er í miðjum BS-ritgerðarskrifum og því minni tími til að sjá um annað. Mun samt gera mitt besta að setja inn nýtt efni ❤

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3