Fleiri góðar snyrtivörur

Það var nú ekki planið að koma með nýja snyrtivörufærslu strax en ég er búin að finna svo margar nýjar góðar snyrtivörur uppá síðkastið að ég varð að deila! Ég hef notað þessar snyrtivörur mislengi (þó svo að ég keypti flestar á seinasta tax free) en þetta eru allt vörur sem ég virkilega mæli með. En ég verð að taka fram, eins og þið hafið örugglega heyrt oftoftoft áður, að það er mjög persónubundið hvaða vörur henta hverjum og einum! En þessar vörur henta mér mjög vel og vonandi getur einhver af ykkur notið þeirra jafn vel og ég.

CeraVe – Foaming cleanser

Ég er búin að vera að nota þennan hreinsi í ca mánuð bæði kvölds og morgna. Ég var smá hrædd um að hann þurrkaði húðina mikið en hann gerir það alls ekki. Húðin mín er búin að vera mjög góð síðan ég byrjaði að nota hann og mér líður alltaf eins og andlitið sé súper hreint þegar ég nota hann.

NYX – Bare with me jelly primer

Þessi primer er fyrsti primer sem ég fíla og ég hef prófað þá marga. Þessi er mjög léttur, gefur fallegan grunn undir farða og það þarf bara að nota rosa lítið af honum í hvert skipti.

Maybelline – Dream Urban Cover

Ég skaust út í Hagkaup hálf tíu um kvöldið til að kaupa remúlaði og kom heim með svakalegt lucky find. Ég hafði aldrei heyrt um þennan farða áður og veit í raun ekki hvað hvatti mig til þess að prófa hann. Ég hitti beint í mark með litinn (sem ég giskaði á í flýti) og hann er búinn að taka við titlinum frá Too faced – Born this way farðanum sem uppáhalds farðinn minn.

Urban Decay – Stay naked concealer

Ég var alltaf að fresta því að prófa þennan en til allra sem eru að pæla í að prófa hann: DO IT!

MAC – Give me sun

Ég hef reyndar notað þennan bronzer töluvert lengur heldur en restina af snyrtivörunum en hann á heima á þessum lista líka. Ég nota litinn Give me sun en það eru til margir fleiri sem eru mjög flottir líka.

Loreal – Life´s a peach

Ferskur og fallegur kinnalitur sem fer líka mjög vel með Give me sun!

Maybelline – Master strobing stick

Dýrka þetta því þetta gefur meira blautt glowy look heldur en glimmer. Ég set þetta á með litlum bursta svo það komi ekki skýr lína.

Maybelline – Lash sensational Sky High

Já, ný færsla, nýr maskari. Ég féll fyrir tiktok auglýsingum og fór strax út í búð að kaupa hann þegar hann kom til landsins. Ég skil afhverju hann er svona vinsæll og nota hann núna daglega.

Á morgun kemur IT cosmetics í sölu á Íslandi og ég er frekar spennt að prófa snyrtivörurnar frá þeim! Megið endilega senda á mig línu ef þið dýrkið einhverja IT cosmetics vöru sem ég verð að prófa.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3