Las Vegas!

Ég elska að ferðast og get ekki beðið eftir því að fá að gera það aftur. En um daginn fékk ég memories af Vegas ferðinni okkar mömmu fyrir tveimur árum og óskaði þess geta farið aftur. Kannski smá klisjukennt en Vegas er einn af uppáhalds stöðunum mínum af þeim sem ég hef farið til. Ég hef farið þó nokkrum sinnum til Las Vegas en ferðin með mömmu fyrir tveimur árum hefur verið sú skemmtilegasta hingað til.

Við fórum yfir helgi til að halda upp á fertugsafmælið hennar mömmu. Mamma vissi ekki hvert við værum að fara eða hvað við værum að fara gera fyrr en á flugvellinum rétt fyrir flug.

Las Vegas Strip (aðalgatan) er soldið byggt upp eins og margar stórborgir á einum stað og hvert hótel hefur uppá ótalmargar afþreyingar að bjóða. Það er svooo margt að sjá og svoooo margt að gera þarna.

Ferðin okkar mömmu var ógleymanleg. Við fórum á Cirque du Soleil sýningu fyrsta kvöldið og ég tel það vera MUST ef farið er til Vegas. Annað kvöldið, sem var á afmælisdeginum hennar mömmu, vorum við svo heppnar að fá að fara á Celine Dion tónleika þar sem við hágrétum yfir Titanic laginu… og eiginlega öllum hinum lögunum líka. Þriðja kvöldið fannst pabba sniðugt að senda mér mail með miðum á Chippendales fyrir okkur tvær og við að sjálfsögðu fórum bara, skemmtum okkur konunglega og hlógum fullt. Hafði samt aldrei haldið að ég færi á Chippendales og hvað þá með mömmu.

Yfir daginn var aðallega verslað, borðað, verslað, skoðað og verslað. Við gistum á Caesars Palace hotelinu og þar er verslunarmiðstöð á einni hæðinni sem ég var mjög dugleg aaaaðeins að skreppa í nokkrum sinnum á dag. En svo versluðum við t.d. líka í Planet Hollywood og Fashion Show mall ásamt því að taka okkur margra kílómetra göngutúr í Ulta beauty. Ég tók ekki í mál að sleppa því að fara á Five Guys og Cheesecake Factory svo við enduðum á að fara tvisvar á hvorn staðinn.

Ég hef enn ekki farið síðan að ég varð 21 árs svo ég á alveg eftir að upplifa djammið í Vegas sem það er mjög þekkt fyrir en veit 100% að ég mun fara aftur!

(og tek þá kannski betri myndir)

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s