Shein haul!

Eins og svo margir aðrir er ég oft föst á tiktok og ég er alltaf að rekast á fleiri og fleiri haul video frá síðunni Shein. Ég hef heyrt allskonar hluti um síðuna og vörurnar sem eru til sölu á henni. Hef heyrt að síðan taki pening af fólki löngu eftir að þau fá sendinguna, að vörurnar séu algjört drasl, að þeim fylgi pöddur og fleira. Eeeeen hef líka séð ótrúlega mikið af flottum vörum af síðunni og heyrt um helling af fólki sem var súper ánægt með sendinguna sína, allt er líka ágætlega ódýrt. Mig langaði að skoða síðuna og prófa að panta, komast sjálf að niðurstöðu og mynda mína eigin skoðun á síðunni og vörunum. Svo að ég pantaði smá…

Ég pantaði fyrst bara nokkrar flíkur og allt nema einn kjóllinn passaði á mig. Þetta var bara VIKU á leiðinni og gæðin fín. Svo ég ákvað að panta aftur!

Hér er smá Shein haul og aðeins um vörurnar sem ég pantaði (í seinna skiptið):

Pleður kápa

Ég er ekkert smá ánægð með þessa. Ég var mjög efins með að panta hana því stundum er vond lykt af pleður flíkum en það var engin lykt af kápunni! Ég tók hana í M til að geta t.d. farið í hettupeysu undir.

Hringar

Þeir eru alveg mjög flottir en rosa litlar stærðir. Það komu fleiri en eru a myndinni en þeir eru bara svo litlir að þeir kæmust sennilega bara á hálfan litla fingur.

Fluffy Hair Brush

Ég hef séð svo marga nota svona til að greiða hárið niður með geli og þar sem ég er mikið með hárið uppi, þá langaði mig að prufa sem virkaði vel!

Skjágleraugu

Keypti skjágleraugu sem eiga að verja augun frá bláu ljósi af t.d. tölvuskjá. Ég hef ekki huuugmynd hvort þau virka (vonandi samt) en þau eru allavega flott og ég nota þau í von um að þau geri eitthvað gagn.

Oversized bolur

Fannst þessi bara frekar flottur og hlakka til að klæðast honum um sumarið við hjólastuttbuxur og strigaskó. Ég tók hann í stærð M sem er meira en nóg því hann er alveg mikið oversized. En efnið er teygjanlegt og alls ekkert drasl.

Útvíðar buxur

Þessar eru nú frekar klikkaðar miðað við minn einfalda fatastíl en langaði svo að eignast fjölbreyttari flíkur og þá sérstaklega fyrir sumarið. Ég tók þessar í XS en hefði viljað taka þær í S svo þær væru aðeins síðari. Þær passa samt alveg en ég mun sjá til hvort ég noti þær. Þær eru líka úr smá stífu efni en ekkert gegnsæjar sem er kostur!

Skvísubolur

Þessi er ÆÐI! Ermarnar eru soldið þröngar þannig að það er smá case að komast í hann… en þegar það er búið þá er hann mega cute. Tók hann í XS. Hann er úr mjög þægilegu efni.

Náttföt

Þessi fá svona 5/10. Þau eru bara allt í lagi. Buxurnar eru rosarosa háar í mittið og frekar víðar og bolurinn er stærri en ég bjóst við. Ég tók þau í stærð S því þau voru ekki til í XS. Svo kannski myndu þau passa betur í XS. En efnið er líka bara mjög þunnt og ekkert jafn kosy og ég myndi vilja hafa í náttfötum.

myndin sótt af Shein

Brún pleður taska

Lookar cute en gæðin töluvert verri en á mynd. Það var alveg smá svona vond pleðurlykt af þessari en ekkert hræðilegt. Mér finnst hún samt flott og ég mun nota hana, ekki spurning.

Svört fluffy taska

Er rosa ánægð með þessa. Mjúk, rúmgóð og cuuuute! Eina sem er böggandi við hana er að litlu hárin losna stundum og smitast á aðrar flíkur.

Oversized peysa

Þetta hlýtur að vera uppáhalds varan mín af þeim sem ég pantaði! Hún er one-size en hún er vel oversized, þykk og sjúklega mjúk inní.

Gallabuxur

Enn og aftur aðeins skemmtilegri flík en þær sem ég klæðist. Ég er ekki vön að panta gallabuxur af netinu þar sem þær passa sjaldnast á mig en ákvað að taka áhættu með þessar því mér fannst þær svo flottar… og þær SMELLpössuðu! Tók þær í stærð S.

Sléttubursti

Þetta er nú aaaalgjört djók. Mamma sagði “þetta er aldrei að fara virka ekki eyða peningum þínum í þetta” og ég hefði bara átt að hlusta á hana (eins og svo oft áður). Þetta rífur bara óþægilega mikið í hárið og virkar ekki neitt 😦

(Ég þvoði allt áður en ég mátaði)

Það voru engir gallar, engar pöddur, ekkert peningasvindl og ekkert vesen. Flest allt góðar og flottar vörur (allavega þær sem ég fékk) og ótrúlega fljótt að sendast! Ég er bara frekar ánægð með báðar sendingarnar og mun sennilega panta mér aftur af síðunni. Kíki allavega á hana daglega og breyti til í körfunni í stað þess að læra :/

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s