Íslandshringurinn 2020

Nú er sumarið komið og eflaust margir að pæla í að fara ferðast innanlands. Þá er tilvalið að segja ykkur frá hringferðinni okkar Kristófers seinasta sumar. Get þá deilt með ykkur hvaða leið við tókum, hvaða staði við skoðuðum, hverju við sáum eftir og fleira!

Við Kristó ákváðum að taka austurleiðina. Planið var að fara hringinn á viku og taka Vestfirðina líka. Við vorum ekki að fara eftir neinu spes plani, vissum bara ca hvað við vildum skoða og tókum bara einn dag í einu.

Við erum svo heppin að fjölskyldumeðlimir mínir eiga mjög flottan camper sem við fengum lánaðan. Það var ekkert smá þægilegt að vera á honum! Ekkert setja upp og taka niður vesen, hiti alla nóttina og mjög kósý stemning.

Við ákváðum að gista fyrstu nóttina á tjaldsvæðinu á Vík, sem er mega flott, en stoppuðum á nokkrum stöðum áður en þangað var komið. Fórum að Skógarfossi, Reynisfjöru en fyrst og fremst… á pulsuvagninn!

Það var engin vekjaraklukka sett næsta morgun. Fyrsta stoppið þann dag var á Jökulsárlóni en við ákváðum að sleppa því að fara í ferð á bátnum sem þar er í boði. Það dugði okkur að rölta um og skoða (ég sá líka sel sem ég var hæstánægð með). Þegar kom að hádegismat fannst okkur ekki annað koma til greina en að stoppa á Höfn og fá okkur humar á Pakkhúsinu. Þaðan fórum við í Víkingaþorið rétt hjá sem (ef mér skilst rétt) var byggt fyrir bíómynd sem aldrei varð til. Við stoppuðum ekkert meira fyrr en á Egilstöðum um kvöldmatarleitið og prófuðum pizzurnar á Askur Pizzeria. VÁ! Ef þið eigið einhvern tímann leið þar hjá, stoppiði og smakkiði! Ég hlakka mjög mikið til að fara aftur einn daginn. Þessa nótt gistum við á tjaldsvæðinu á Atlavík

Þriðja daginn vildum við gera ALLTOF mikið. Okkur langaði í Vök baths, lónið á Mývatni, finna leynigjánna á Mývatni, skoða stuðlagil, dettifoss, Ásbyrgi og vera komin til Akureyrar fyrir kvöldmat til að ná að fara á Greifann. En við vissum að við gætum þetta ekki allt svo við forgangsröðuðum og fórum beint að Stuðlagili. Ef þið eruð einhvern tímann efins um hvort þið ættuð að fara þangað þá er ég að segja ykkur: farið þangað! Þetta er svo fallegur staður og gangan mjög hressandi í góðu veðri. Við leituðum síðan og leituðum að leynigjánni frægu en ákváðum að lokum að fara ekki ofan í. Síðan stoppuðum við hjá Dettifossi og í Ásbyrgi en létum öll böð eiga sig. Ég var amazed á leiðinni til Akureyrar þegar við keyrðum alla firðina. Ég trúði ekki að ég væri á endanum á Íslandi. Kristó fannst það mjög skrítið en ég hætti ekki að segja “pældu í því hérna endar Ísland bara” á 5 mínutna fresti. Svo gerði hann mér grein fyrir því að ég hef oft séð endan á Íslandi, bara ekki í norðri :/
Við ákváðum að nýta ferðagjöfina okkar þetta kvöld og bóka herbergi á hótel KEA yfir nóttina.

Ég hafði aldrei komið í Jólahúsið fyrir þessa ferð svo Kristó fannst ekki annað koma til greina en að fara með mig þangað. Ég held að upplifunin væri allt önnur og mögulega aðeins betri um hávetur en samt sem áður fannst mér Jólahúsið æði. Síðan heyrðum við í vinum okkar sem voru að taka hinn hringinn og hittum þau í sundi á Hofsósi. Með stoppi á Dalvík og Sigló. Þau voru síðan að fara að gista á Akureyri og við ákváðum að taka aðra nótt en í þetta skiptið með þeim á tjaldsvæðinu.

Við fórum fjögur saman í Kristjánsbakarí í morgunmat og þar byrjuðu miklar vangaveltur hjá mér og Kristó. Planið var alltaf að taka Vestfirðina næst en þegar við fórum að telja klukkutímana þangað og leita að tjaldsvæðum á leiðinni þá fannst okkur sniðugra og skemmtilegra að fara beint suður og taka þá Vestfirðina seinna. Sem við gerðum. En við vorum svo snemma á ferðinni og vildum ekki enda ferðalagið strax. Við bókuðum okkur því í Bláa Lónið og enduðum ferðina á algjöru dekri þar.

Ferðin endaði á að vera 4 dagar en ekki vika en við sáum ekkert eftir því að hafa stytt hana. Við eigum samt ennþá Vestfirðina inni sem ég er mjög spennt að skoða.

Staðir sem ég hefði viljað stoppa á:
Yoda cave
Vök baths
Seyðisfjörður
Mývatn nature baths
Heimskautsgerðið
Víti, Krafla
Bjórböðin

Fannst mjög leiðinlegt að sjá ekki hreindýr en vonandi einn daginn 😦

En fyrir utan það þá var ferðin stórkostleg og mér fannst mjög gaman hvað við vorum frjáls þar sem við vorum ekki að fara eftir neinu plani og vorum með gistinguna á hjólum!

Mæli með að taka sér viku frí í sumar og fara hringinn ❤

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s