I DID IT!

Hæ Hæ!

Vá hvað það er gaman að vera mætt aftur í bloggskrifin!

Seinustu mánuði hef ég verið á fullu að skrifa B.Sc. ritgerðina mína. Ég var óþolinmóð, ég felldi tár (fleiri en eitt og fleiri en tvö) og það var rosalega freistandi að gefast upp en eftir endalausa vinnu, dugnað og þrautseigju náðum við (bekkurinn) LOKSINS að klára að skrifa ritgerðirnar okkar og skila þeim. Nú er bara beðið eftir einkunnum og vonandi útskrift um miðjan júní.

Fyrir áhugasama þá fjallaði ritgerðin mín um áhrif kvíða á frammistöðu knattspyrnustelpna í Yo-Yo prófi (þolprófi).

Seinustu dagar hafa farið í að skála fyrir ritgerðinni, afmælum, útskriftum og hitta fólk sem ég hef ekki náð að hitta lengi.

Nú tekur sumarið við… Vinnan, hundaskóli og alltof löng bið eftir svari við umsókn í sálfræði. En líka miklu miklu meira skemmtilegt!

Ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa færslur á meðan á ritgerðarskrifum stóð en ég er mjöööög spennt að byrja að blogga á fullu aftur og deila öllu mögulegu með ykkur!

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3