Útskriftargjafir

Nú styttist í stóran útskriftardag og eflaust margir sem eru ekki búnir að ákveða gjafir fyrir útskriftarfólkið sitt. Ég veit ekki hversu oft ég er búin að fá spurninguna “hvað viltu fá í útskriftargjöf?” og ég hef bara ekki glóru hvers konar gjafir maður fær við þetta tilefni. En eftir að hafa hugsað þetta í smá ákvað ég að safna saman nokkrum hugmyndum fyrir þá sem eru í sömu stöðu og ég eða eru að leita að hugmynd að gjöfum til að gefa.

Tískuhúsabækur

Ótrúlega flottur hlutur til að eiga heima, fæst t.d. í Purkhús og Eymundsson.

Glös

Mynd tekin af livingbydesign.net.au

Falleg gjöf fyrir heimilið eða framtíðarheimilið. Til eru mörg flott merki og mismunandi línur hjá merkjunum. Ég er persónulega mjög hrifin af iittala vörum en þær fást t.d. í Iittala búðinni, Epal, Líf og List og Kúnígúnd.

Fleira inná heimilið

Það er svo mikið flott sem hægt er að kaupa fyrir heimilin. Tilvalin gjöf fyrir glænýja íbúðareigendur en líka fyrir þá sem eiga það eftir. Það er hægt að gefa blómavasa, kertastjaka, kerti, spegla, myndir, bakka, skraut, plöntur, rúmföt og fleira.

Skartgripir

Skartgripir klikka aldrei sem gjöf, sama fyrir hvaða kyn, aldur eða tilefni gjöfin er! Ég dýrka skartgripina frá myletra og þau eru alltaf að gefa út nýja, fallega skartgripi. En annars eru líka mjög flottir skartgripir á leonard.is og í Húrra Reykjavík. Alltaf plús að komast að því hvort einstaklingurinn gangi meira með gull eða silfur áður en skartgripirnir eru keyptir.

Fallegar flíkur

Það eru svo margir sem eru að hanna mjög fallegar flíkur nú til dags. Flíkur sem finnast t.d. í Yeoman, Gallerí 17 eða það sem ég er nýlega mjög hrifin af, projecttorp á instagram. Einnig held ég að útivistarfatnaður og aukahlutir munu gera marga ánægða, mér finnst vörur frá 66° ávallt góðar.

Gjafabréf í dekur

Ég get nánast lofað ykkur því að gott dekur og slökun verða alltaf hit en ekki miss eftir langa og oft erfiða skólagöngu. Sky Lagoon er nýbúið að opna og eflaust margir sem eiga eftir að prófa svo að ég held að gjafabréf þangað væri æði. En svo er alltaf þetta klassíska: gjafabréf í dekur hjá Laugar spa eða aðgangur í Bláa lónið og fleira kósý.

Gjafir fyrir frekarar nám

Ef þið vitið að einstaklingur ætlar í annað nám (eins og t.d. planið er hjá mér), þá held ég að gjöf fyrir námið klikki ekki. Sumum gæti fundist smá boring að fá námsbækur eða jafnvel bara gjafabréf í bóksölu stúdenta en gleymum ekki hvað námsbækur geta oft verið dýrar og HVAÐ ÞÁ ef keyptar eru margar í einu svo ég held að svona gjöf myndi létta mikið á námsmanni. Ef þið eruð að leita að frekar stórri gjöf gæti ný spjald- eða fartölva, heyrnatól eða annað tæki sem gæti nýst einstaklingnum í námi verið málið.

Eitthvað tengt áhugamáli einstaklingsins

Er einstaklingurinn mikill íþróttamaður? spilar hann golf? eða tölvuleiki? elskar einstaklingurinn snyrtivörur? finnst honum gaman að taka myndir? Veltið þessu smá fyrir ykkur og þá getiði örugglega fundið eitthvað af áhugamálum þess sem þið eruð að leita að gjöf fyrir. Þá er hægt að gefa eitthvað fyrir golfið, íþróttaskó, hringljós, myndavél, snyrtivörur, leiki, bækur. Möguleikarnir eru endalausir.

Spil

Mig grunar að það séu mjög fáir sem finnst ekki gaman að spila borðspil. Ég væri mjög til í borðspil að gjöf og efa ekki að margir fleiri yrðu sammála mér. Það er mikið úrval hjá Spilavinum eða t.d. í Hagkaup.

Góð vínflaska

Ekki gjöf fyrir alla en sumum finnst mjög gaman að fá sér gott vín! Hægt að kaupa bara eina góða vínflösku setja slaufu utan um og !voila! komin frábær gjöf fyrir útskriftarnemann.

Vonandi getur þetta hjálpað aðeins við val á gjöfum! Ég myndi líka alltaf setja skiptimiða ef möguleiki er á. Bara svona til öryggis ef manneskjan skyldi fá tvær eins gjafir eða ef hún vill fá að skipta um lit, stærð eða eitthvað því líkt.

Annars… skemmtið ykkur í útskriftarveislunum og hjartanlega til hamingju útskriftarnemar ❤

Hlakka til að sýna ykkur frá útskriftinni minni!

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3