Haul!

Það er ekkert leyndarmál að ég elski að versla. Nú er ég líka búin að vera að nýta það alltof mikið hvað ég var dugleg að skrifa ritgerð sem afsökun til að gefa mér sjálfri “verðlaun” og er búin að versla og versla. Sálin er sátt og sæl þó að veskið sé kannski ekki alveg á sama bandi :/ En it is what it is.

Mér finnst ég búin að finna svoo mikið flott í búðum og gera svo góð kaup að mig langaði að deila því með ykkur.


(Ég er ekki að hvetja neinn að fara og eyða öllum peningum sínum í föt og snyrtivörur… það má samt alveg… stundum… en það er þá algjörlega á ykkar ábyrgð)

😉

New Yorker

Hlýrabolir

Ég hafði aldrei verslað í New Yorker hér á Íslandi en svo benti hún Sofia Elsie mér á að það væri að finna flotta, litríka hlýraboli á góðu verði og viti menn ég keypti næstum alla litina! Hef líka heyrt að það sé sniðugt að kaupa nærföt þar sem ég hendi mér örugglega bráðlega í.

H&M

Bikiní og sundbolur

Ég dýrka sundfötin í H&M og það gladdi mig mikið að sjá nýtt, risa úrval í sundfatadeildinni! Ég keypti mér þetta ofurfallega græna bikiní, sundbol í eins lit og svo ákvað ég að taka með mér líka þetta neon bikiní bara uppá gamanið.

Kjóll

Ég er nú reyndar ekki viss um hvort þetta sé síður bolur eða kjóll… ég mun allavega koma til með að nota þetta sem kjól. Held þetta væri sætt við sokkabuxur og bonnie boots.

Peysa

Skór

Þessir eru ALLTOF fallegir! ég dáist að þeim og get ekki beðið eftir því að klæðast þeim í sumar! og já þeir eru keyptir í H&M á klink!

Blússa

Stuttbuxur

Þessar verða mikið notaðar þegar sú gula lætur sjá sig sem verður vonandi bráðlega!

Eyrnalokkar

Zara

Cropped Blazer

Hélt ég myndi aldrei kaupa mér cropped blazer but here we are… og ég elska hann! Var smá hrædd við þennan neon gula lit en myndi ekki skipta honum út fyrir neinn annan núna! Keypti hann í S og var að panta mér hann í svörtu líka heh:)

Skyrta

Ég þurfti að taka mynd af skyrtunni af Zöru síðunni því ég náði ekki að taka mynd af henni áður en mamma stal henni og tók með sér til útlanda :/

Basic Hlýrabolir

Algjört must have! ég er nýbúin að kaupa þessa hlýraboli í hvítu og svörtu en átti þá fyrir í dökk brúnu og nude. Þeir passa við allt, undir allt, hvenær sem er!
Vinkona mín kenndi mér að klæðast þeim svona öfugt þannig nú klæðist ég þeim aldrei á “réttan” hátt.

Kjóll

Basic Kjólar

Annað must have úr Zöru EF þú fílar að vera í kjólum. Þessa er hægt að dressa bæði upp og niður! Ég er nýlega búin að kaupa þennan fjólubláa og græna en keypti hina tvo seinasta sumar.

Sheer bolur

Kaupfélagið

JóDís- Boston Mule

Orð geta ekki lýst því hvað þessir skór eru frábærir. Sjúklega þægilegir og sjúklega flottir!

Gallerí 17

NA-KD kjóll

Þessi GULLfallegi kjóll er nýkominn í Gallerí 17 og um leið og ég mátaði hann þá var eiginlega ekki aftur snúið. Nú bíð ég spennt eftir tilefni fyrir hann.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s