Útskriftin mín!

Mig langar að deila með ykkur útskriftardeginum seinasta laugardag og fallegu veislunni sem mamma hélt fyrir mig<3 Allt frá undirbúningi í outfit og veisluna. Vonandi hafið þið gaman að og svo getið þið mögulega kíkt á færsluna seinna ef ykkur vantar hugmyndir fyrir ykkar eigin veislur.

Undirbúningur

Fyrir útskrift var mikið að græja. Það þurfti auðvitað að panta klaka, mat, áfengi og ég þurfti að fara í nokkrar heimsóknir á ýmsa snyrtistaði. Ég litaði augabrúnirnar mínar sjálf en fór í augnháralengingar, litun og neglur. Ég ákvað að fá mér bara léttar og sætar neglur fyrir útskrift þar sem kjóllinn var vel skrautlegur og svo fékk ég mér reyndar skærbleikt naglalakk á tásurnar. Ég fæ mér alltaf classic augnháralengingar hjá Ólöfu Helgu. Svo var tan að sjálfsögðu partur af undirbúningnum. Það kemur kannski ekki á óvart að brúnkuspreyið frá Marc Inbane á allan heiðurinn á taninu á útskriftardaginn… og reyndar oftast.


Augnháralengingar- olofhelgaglam
Litun- Elvar hjá Kompaníinu
Neglur- aniagorskakostrzewa

Outfit

Ég var búin að velja mér útskriftarkjól í desember og keypti hann í febrúar. Svo var bara eftir að velja skó, veski, skart og yfirhöfn.

Kjóll – Yeoman
Skór – DKNY (GS skór) og JóDís (Kaupfélagið)
Skart – my letra
Veski – Hvisk (Húrra Reykjavík)
Blazer – Zara

Veitingar

Við mamma ákváðum að panta matinn hér og þar því það var enginn staður sem bauð uppá allt sem okkur langaði að hafa. Svo græjuðum við mamma eitthvað smá og elsku tengdamamma mín græjaði eftirréttina. Það var bæði boðið uppá áfenga og óáfenga drykki í veislunni:

Matur:

Flavor borgarar – Mini Garðurinn
Kjúllaborgarar – Mini Garðurinn
Anda taco – Mini Garðurinn
Kjúlla taco – Mini Garðurinn
Rækjuspjót – Matarkompaní
Mozzarellaspjót
Kjúklingaspjót – keypt í Fjarðarkaup
Snittur m/graflax
Ostabakki
Marengskaka
Brownie bitar
Jarðaber m/súkkulaði
Lindor kúlur rauðar og hvítar

Það sem er ekki merkt var heimagert. Mozzarellaspjótin voru bara spjót með kirsuberjatómati, basilíku og mozzarellaperlu og svo var pestó til hliðar fyrir þá sem vildu.

Drykkir:

Villa Valentina Rauðvín
Villa Valentina Hvítvín
Stella
Eldgos
Kaffi
Pepsi Max
Coca Cola
Capri Sunn
Sódavatn

Ég var mjög sein að panta klaka en Rent a Party reddaði mér klakabox á seinustu stundu!

Skreytingar

Við mamma ákváðum að hafa litaþema í stíl við kjólinn minn s.s. bláan, silfurlitaðan og smá hvítan. Við vorum með silfurlitaðar stafablöðrur sem stöfuðu ÚTSKRIFT, bláa blómavasa, bláa sófapúða, silfurlitaða bakka undir matnum, bláar servíettur og svo blöðrur í öllum þemalitunum. Ég fékk stafablöðrurnar í Tiger en hinar blöðrurnar í Partý búðinni.

Útskriftardagurinn var dásamlegur og ég er þakklát þeim sem fögnuðu honum með mér.

Það er mjög góð tilfinning að vera búin með þennan áfanga.
Takk fyrir mig HR ❤ sjáumst aftur næsta haust…

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3