Back to School

Hæ hæ!
Nú eru allir skólar að byrja aftur og þá er tilvalið að henda í smá back to school færslu.

Ég er sjálf byrjuð í skólanum, í glænýju námi og vá hvað það er gaman! Ekkert betra en að komast loksins í rútínu, kynnast helling af nýju, æðislegu fólki og skemmir ekki fyrir hvað ég hef mikinn áhuga á náminu.

En áður en ég byrjaði í náminu þá var ég með nokkrar pælingar sem ég ætla að segja ykkur frá hér:

Hverju geymir maður skóladótið sitt í nú til dags?
Auðvitað notar hver og einn það sem honum hentar og finnst flott en hér eru nokkrar töskur sem ég gæti séð fyrir mér að hafa undir skóladótið mitt:

Back to School outfits
Ég hef ekki vandað mig við að setja saman outfit í nánast allt sumar. Ég ákvað að nike buxur og stórar hettupeysur mættu ekki verða skólabúningurinn minn og að ég þyrfti að fara að klæðast öðrum fötum líka. Svo hér eru nokkrar hugmyndir ef einhver er á sama stað og ég var á í sumar:

Auðveldar hárgreiðslur
Hárið mitt á það til að vera langoftast óþolandi. Ef ég ætla að hafa það slegið þá verð ég oftast að slétta það til að líta ekki út eins og norn. Ég fæ helling af hugmyndum af auðveldum greiðslum af þessum tiktok account og mæli með að skoða:

https://vm.tiktok.com/ZMRP6ksaD/

Annars segi ég bara good luck í skólanum og munið að njóta!

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3