VARSJÁ og fyrsta vlogið!

Hæhæ!

Mig langaði að deila með ykkur aðeins meiru úr Varsjá ferðinni okkar Kristófers.

Við fórum út á fimmtudagskvöldi og flugum með Wizz air! Flugin til Póllands með Wizz air eru vanalega mun ódýrari en annars staðar. Við getum þó bæði sagt að þetta var ekki þægilegasta flugferð í heimi en hún koma okkur frá A til B. Flugferðin heim var betri en þá fengum við xxl sætin.

Við vorum lent kl 6 um morguninn í Varsjá og fórum beint uppá hótel, Við bókuðum herbergi á NYX hotel Warsaw og GUUUÐ hvað ég mæli með! Algjört lúxushótel, hreint og fínt, á besta stað og verðið er gjöf en ekki gjald!
Fyrsti dagurinn fór alfarið í að versla.
Hótelið okkar var við hliðina á gegggjuðu margra hæða malli sem heitir Zlote tarasy. Við byrjuðum og enduðum daginn þar. Inn á milli fórum við líka í Arkadia sem er Westfield mall, það tók ca 10 mín í taxa að komast þangað (taxaferðin kostaði svona 800 kall).
Þrátt fyrir að flestar máltíðirnar okkar voru á McDonalds og Burger King þennan dag þá borðuðum við mjööög góðan hádegismat á veitingastað að nafni: Niewinni czarodzieje. Sá veitingastaður er við hliðina á fyrra mallinu sem ég nefndi.

Dagur 2 átti að fara í smá menningarrölt og morgunmat á besta morgunmatarstað heims Charlotte bistro (er ekki að ýkja). Mæli sterklega með því að fá dinde mayo samlokuna og svo croissant með hvítu súkkulaði og hindberjasultu!!! (Kristó mælir líka með). Eftir morgunmat fórum við í almenningsgarðinn Lazienki Park. Þaðan röltum við yfir á göngugötuna Nowy Swiat sem leiddi okkur alveg að “kastalatorginu” og síðan að gamla torginu.
Við ætluðum að borða hádegismat á veitingastað hjá frægum pólskum kokki en okkur fannst staðurinn svo skrítinn og ekki kósý að við beiluðum:/ Við enduðum bara á að fara aftur í mallið og fá okkur kebab þar oooog versla smá.
Um kvöldið áttum við pantað borð á fínum veitingastað. Veitingastaðurinn heitir Selavi og kokteilarnir og maturinn þar voru æði.
Bestu kokteilarnir voru þó jarðaberja mojitoarnir uppá hóteli!!!

Þriðji og seinasti dagurinn var aðeins styttri en hinir þar sem við þurftum að vera mætt uppá flugvöll um 18:00. Við fengum okkur morgunmat á hótelinu og þar var hellingur af góðu í boði. Það var ekkert mál að fá seinna check out þannig að við fengum nóg af tíma til að ganga frá og pakka. Planið var að fara á 1-2 söfn á sunnudeginum en við náðum bara einu: The Warsaw Rising Museum. Við förum á hitt bara næst en það er: Copernicus Science Centre.
Okkur langaði mjög mikið að versla meira en það er lokað í búðum flesta sunnudaga í Póllandi.
Við fengum okkur þó loksins pólskan hádegismat og borðuðum pierogi, tómatsúpu og risa snitzel. Athugið að það er ekki pólskasti maturinn sem ég vildi panta en Kristófer var ekki alveg nógu hugrakkur í annað.

Ég hef oft fengið spurninguna hvort það sé ódýrt að versla, borða og fleira í Póllandi og já það er töluvert ódýrara í Póllandi heldur en hér heima.
Ég mæli mikið með að fólk skoði það að taka sér helgarfrí til Póllands, hvort sem það er Varsjá, Kraká, Gdansk eða einhver annar staður!

Ég ákvað að stíga aðeins lengra út fyrir þægindarammann og VLOGA! Það var svo ótrúlega gaman að sjá fyrsta youtube myndbandið mitt verða til og ég hlakka til að gera fleiri!

!!!ÝTTU HÉR TIL AÐ HORFA!!!

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3