RISASTÓR kaup!

Hæhæhæhæhæ!

Ég er búin að vera alltof spennt að segja ykkur frá svolitlu…

Við Kristófer vorum að kaupa ÍBÚÐ!!!

Þetta eru fyrstu íbúðarkaup okkar beggja svo við erum að gera mjögmjög margt í fyrsta skiptið og erum að bilast úr spenningi.

Ferlið er búið að vera langt og taka mikið á. Miklu erfiðara en ég hafði nokkurn tímann haldið. Við byrjuðum að skoða íbúðir í byrjun sumars. Við fórum á mjög mörg opin hús, sáum bæði sjúklega flottar íbúðir og líka nokkrar sem voru ekki alveg málið. Við gerðum tilboð í tvær aðrar íbúðir en vorum yfirboðin í bæði skiptin. EEEN fyrst þurfti að gera allskonar eins og að fara í bankann, spjalla við fasteignasala, skoða lán, reikna út allskonar og fleira. Eftir að við fengum ekki seinni íbúðina sem við buðum í gáfumst við smá upp. Ætluðum bara að bíða þangað til í vor og skoða aftur þá. En hvorugt okkar gat hætt að skoða fasteignir og svo allt í einu, einn daginn, lentum við á íbúðinni okkar. Við ákváðum bara að kíkja á opið hús og dolféllum fyrir henni. Við buðum í hana og strax sama kvöld fengum við tilboðið samþykkt! Lánsferlið og undirskriftarferli tók aðeins viku þannig að hún var formlega okkar viku eftir að við skoðuðum hana. Við áttum síðan að fá afhent 1.des EN…

Í gær fengum við lyklana!

Þetta er svo galið og óraunverulegt! Að hafa farið í gegnum þetta ferli og vera að fara flytja frá foreldrahúsum í okkar EIGIN íbúð.

Við ætlum fyrst í smá framkvæmdir í íbúðinni svo að við flytjum ekki inn alveg strax. En ég er ótrúlega spennt að sýna ykkur frá því hér á blogginu, á instagram og á youtube!

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3