Gjafir sem styrkja🤍

Tengdaforeldrar mínir eiga skóhorn sem mér hefur alltaf fundist einstaklega fallegt. Eftir að við Kristófer fórum að pæla í hlutum fyrir tilvonandi heimilið okkar þá forvitnaðist ég hvaðan þau hafi fengið skóhornið. Kom mér smá á óvart að það fengist hjá Krabbameinsfélaginu þar sem ég hafði ekki hugmynd af vefversluninni þeirra.

Ég vildi setja skóhornið á jólaóskalista og fór þá að skoða síðuna. Það er hellingur af fallegum hlutum þarna inná. Þetta eru hlutir sem henta mjög vel sem gjöf við flest tilefni ásamt því að styrkja mjög gott málefni í leiðinni. Ég mun hundrað prósent kaupa gjafir hjá Krabbameinsfélaginu og langar að hvetja aðra til að íhuga það líka.

Hér eru nokkrir fallegir hlutir sem er hægt að versla:

Hér er vefsíðan:


VEFVERSLUN KRABBAMEINSFÉLAGSINS

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3