Óskalisti fyrir heimilið 🪞🕯

Eins og kannski sumir vita þá erum við Kristófer flutt úr foreldrahúsum í eigin íbúð. Við erum ennþá að púsla öllu saman heima en íbúðin verður meira og meira heimilisleg og kósy með hverjum degi. Þar sem það styttist í jól og margir að biðja um óskalista þá setti ég smá óskalista saman með hlutum sem væri gaman að fá inná heimilið. En þetta eru líka hlutir sem henta sem jólagjafir fyrir lang flesta.

Þessir fínu Iittala Aalto kertastjakar yrðu hrikalega fínir á stofuborðinu hjá okkur en þeir fást t.d. í Epal eða Iittala búðinni.

Ótrúlega flott bretti sem ófáir væru til í. Þetta er Aalto brettið.

Þessi skál er enn annar gullfallegi hluturinn úr Aalto línunni hjá Iittala.

Svona orðskýringar í ramma eru að mínu mati frábær gjöf fyrir alla. Það er um mikið hægt að velja hjá LIND og ég væri gjarnan til í að fylla tóma veggi með svona! lindhonnun.is

Við fengum á dögunum hvítan Kitchen Aid ketil og þessi myndi passa fullkomlega í safnið (einnig vantar okkur brauðrist en það er annað mál). Kitchen Aid ristavélar fást t.d. í Byggt og Búið og Líf og List.

Þessi RUDSTA glerskápur frá IKEA hefur verið á óskalista síðan áður en við eignuðumst íbúðina.

Fallegar fjaðrir eða þurrkuð strá eru flott skraut inná heimili og góð leið til að fylla alla blómavasana sem standa oft tómir. Þetta á myndunum er allt frá Purkhús.

Þessi Essence bjórglös frá Iittala eru líka á óskalista þar sem við eigum hvítvíns- og rauðvínsglös úr sömu línu. Ég held að þetta yrði einnig mjög góð gjöf fyrir flesta.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

One thought on “Óskalisti fyrir heimilið 🪞🕯

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s