Jólagjafaóskir ´21 ✨

Þó svo að jólaóskalistinn í ár sé aðallega með hlutum fyrir heimilið ákvað ég að búa til annan þar sem ég veit að svona listar nýtast sumum sem hugmyndir fyrir eigin óskalista eða að gjöfum fyrir aðra.
Ef þið hafið áhuga á jólaóskalistanum fyrir heimilið þá er hann HÉR!

Jólaóskalistinn í ár er þessi:

Acne Studios trefill og Stand Studios kápa. Fæst bæði í GK Reykjavík.

Mig dreeeymir um þessa vettlinga frá 66°norður og þá sérstaklega núna þegar hendurnar af mér eru nánast að detta af úr kulda í göngutúrunum okkar Astros.

Þessi súper kósý Noel Studios galli er ofarlega á lista. Á hann í öðrum lit og hann er beeestur.

Það er aldrei stund sem mig langar ekki í eitthvað nýtt frá Myletra. Þessir fjórir hlutir eru á óskalistanum í þetta sinn (og neim maður á aldrei of mikið af skarti)…

.. þess vegna er ennþá meira skart á listanum🤍 Þetta er frá 1104byMar.

Mist & Co er með þessa fínu gjafaöskju sem ég held að yrði mjög sæt gjöf fyrir þá sem nota makeup bursta. Ég væri allavega sjálf mjög til í svona.

Þessar tvær yfirhafnir úr H&M eru á óskalista. Mér finnst þær svo prettty! Ég veit ekki hvort þær séu eða verði til hér á landinu, fann þær á síðunni hjá þeim um daginn.

Er búin að vera að leita svo lengi að kjól í þessum stíl. Kjóll sem er bæði hægt að klæða upp og niður. Þessi finnst mér mjög cute en hann er frá Vila.

Fyrri skórnir eru frá Jódís, úr nýju línunni þeirra með GDRN en þeir seinni eru frá Shoe Biz Copenhagen. Fást báðir í Kaupfélaginu og yrðu fallegir við svo margt, sérstaklega núna í vetur.

Að lokum eru það þessir Comme des Garcons x Converse skór sem hafa verið lengi á lista líkt og Acne Studios trefillinn.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s