Nafnadagurinn 🎈🤔

Í gær var nafnadagurinn minn!

Sumir vita kannski hvað nafnadagurinn er en alls ekki allir. Ekki skrítið enda er það ekki íslensk hefð að halda uppá svoleiðis.

Nafnadagur hvers er einu sinni á ári og haldið er uppá nafn viðkomandi. Í sumum pörtum Póllands er nafnadagurinn mikilvægari en afmælið þó mikilvægi nafnadagsins fari almennt minnkandi. Fólk hefur oft spurt mig hvort þetta sé afmæli skírnardagsins en neim þetta er ekki það.
Ég er nokkuð viss um að þessi hefð komi úr kaþólskri trú. Haldið er uppá dag dýrðlings (heilags einstaklings) sem einstaklingur er “skírður eftir”. Að sjálfsögðu eru fæstir skírðir eftir dýrðlingum en hefðin hefur haldist og því á nánast hvert nafn sinn dag. Stundum á eitt nafn nokkra daga en þá er valið einn dag til að halda uppá. Nánast allir sem heita t.d. Aleksandra eiga sama nafnadaginn, eða sko…

nema ég.

Dagur Aleksöndru er haldinn 18.maí ári hverju. Það eru dagar líka í mars, febrúar og apríl (fleiri en ein heilög Aleksandra sem hægt er að halda uppá). Nema hvað…. fjölskyldan mín ruglaðist og hélt nafnadaginn minn hátíðlega með öllum þeim sem heita AleksandER, 12.desember. Það áttaði sig enginn á að þetta sé kolvitlaus dagur fyrr en ég var komin í eldri deild í grunnskóla. Þá var orðið svo skrítið að breyta þannig til hamingju ég og allir Aleksanderar(?) í gær.

Dagurinn var dásamlegur en mér var boðið í brunch á Kol (mæli mikið með, hef farið alltof oft) og fékk blóm, gjafir, hamingjuóskir og heimsóknir.

Ef þið eruð forvitin þá getiði örugglega googlað hvenær ykkar nafnadagur væri! Þurfið kannski bara að finna international útgáfu af ykkar nafni.

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

One thought on “Nafnadagurinn 🎈🤔

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s