Bæ 2021, HÆ 2022!👋🏼

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!✨

Eins og í fyrra og oft áður ákvað ég að gera gamla árið upp áður en ég tók á móti því nýja. Á árinu 2021 gerðust stórir hlutir:

Til að byrja með þá bættist Astro inn í litlu fjölskylduna okkar Kristófers. Hann hefur kennt okkur mikla þolinmæði og ábyrgð. Ég held að fáir skilji í raun hvað við elskum þennan litla prakkara mikið og að við myndum gera allt fyrir hann! Það er búið að vera svo gaman að fylgjast með honum stækka og þroskast og ég trúi ekki að ég fái að gera það áfram í vonandi langan tíma í viðbót. elska elska elska mest

(gat ekki valið færri myndir sorry)

Í júní útskrifaðist ég sem íþróttafræðingur. Fyrst skrifaði ég bs ritgerð sem ég er mjög stolt af mér að hafa klárað. Ég er viss um að margir muni vera sammála mér um að það sé ekkert grín að skrifa þetta. En að útskrifast var mjög bittersweet. Er ánægð að vera útskrifuð en á sama tíma hugsa ég oft um hvað ég vildi að ég væri ennþá í þessi námi með bekknum mínum.

Um haustið byrjaði ég svo í nýju námi! Ég er núna í bs í sálfræði og finn mjög sterklega hvað ég á heima í þessu námi ásamt því að áhuginn minn fyrir því eykst með hverjum degi. Svo fylgir þessu alltaf að kynnast nýju fólki og ég hef heldur betur kynnst geggjuðu fólki í sálfræðinni.

Við Kristófer fögnuðum tveggja ára sambandsafmæli í september og náðum loksins að taka fyrstu utanlandsferðina okkar saman í október.

Stuttu síðar keyptum við okkar fyrstu íbúð sem við breyttum og bættum! Við erum flutt inn og þó það sé stundum veeeel fullorðins þá er dásamlegt að búa í eigin íbúð og búa til heimili með eigin reglum og hefðum.

Ég byrjaði á youtube á árinu. Það er ekkert eðlilega gaman að búa til myndbönd og mig langar að halda áfram að gera þau. Þau eru aðeins tvö komin inn en það eru fleiri í vinnslu! Ég var smá hissa hvað ég fékk mikil og góð viðbrögð við þessu en ég er ótrúlega þakklát fyrir það og það gleður mig að fólk hafi gaman að því sem ég er að gera ❤️

Margt frábært gerðist á árinu en ég ætla ekki að halda því leyndu að ég hef aldrei upplifað jafn erfitt ár þegar kemur að andlegri heilsu og líðan. Einmitt núna er ég góð en ég veit að ég þarf að huga töluvert betur að andlegri heilsu en ég hef gert.
EN nýtt ár = nýtt tækifæri! mætti ekki hugsa það svoleiðis í þessu tilfelli?

Ég hef einnig ákveðið að reyna að hætta að setja pressu á mig að hafa allt alltaf 100%. Ég þarf ekki alltaf að vera súper virk á öllum miðlum, þarf ekki að hafa heimilið alveg hreint 24/7 og það er í lagi að setjast aðeins í sófann í staðinn fyrir að setja í þriðju þvottavélina.

Draumurinn er að ferðast meira á þessu ári en líka að njóta alls sem ég hef í kringum mig ❤ (það gleymist of oft)

Ég trúi því að 2022 verði dásamlegt! Ég óska ykkur alls hins besta á nýju ári! Góðrar heilsu, hamingju og alls sem þið óskið ykkur.

TAKK fyrir að fylgja mér í gegnum 2021 ❤️

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

One thought on “Bæ 2021, HÆ 2022!👋🏼

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s