Update á uppáhalds snyrtivörum!

Það er komið smá síðan ég deildi með ykkur góðum snyrtivörum! Nú eru nokkur tax free að baki og snyrtivöruskúffan mín aðeins búin að breytast. Mér finnst ótrúlega gaman að prófa nýjar snyrtivörur og er alltaf að prófa mig áfram í makeupi!

Hér er minn fav listi aðeins uppfærður:

Not Your Mothers – Hárvörur
Ég er rosa ánægð að hafa fundið hárvörur í “ódýrari” kantinum með sömu gæði og Not Your Mothers vörurnar. Vörurnar eru án súlfata, parabena, sílikons og eru cruelty free!! Einnig eru til margar gerðir af vörum fyrir mismunandi hártýpur. Ég nota ultimate nutrition sjampó, hárnæringu og hármaskann og hef verið mjög sátt með það. Hugsa að mig langi að prófa high moisture línuna næst!

CeraVe – Micellar water
Ég nota alltaf garnier rósavatnið til að taka af mesta makeupið, þríf síðan andlitið með CeraVe hreinsi OG nota síðan CeraVe micellar vatnið sem lokaskrefið í rútínunni😇 Ég nota líka CeraVe micellar vatnið alltaf á morgnana. Það skilur ekki neitt “klístur” eftir sig og mér finnst andlitið virka hreinna þegar ég nota þetta í staðinn fyrir önnur svona hreinsivötn. Það virkar líka mjög vel til að taka af farða.

Pharmaceris – Rakakrem
Þetta er my all time favourite rakakrem! Ég hef notað þetta núna alla morgna í nokkur ár og hef aldrei fundið neitt rakakrem sem hentar mér betur. Þetta er rakakrem fyrir þurra húð en er ekki mjög fitugt eins og flest krem fyrir þurra húð heldur ótrúlega létt. Kremið er líka með 20spf !!! Pharmaceris fæst í apótekum.

Bondi Sands – Brúnkuvörur
Ég hef lengi verið loyal Marc Inbane kona en mig hefur langað að prófa Bondi Sands síðan það kom í sölu á landinu. Á seinasta tax free ákvað ég að láta á það reyna og keypti tvær týpur. Ég keypti basic froðuna í litnum dark og svo líka aero týpu í liquid gold. Ég fíla báðar froðurnar mjöööög mikið og svo eru þær á góðu verði. Mér finnst töluvert auðveldara að bera á mig aero froðuna og hún smitar EKKERT! En hún þarf töluvert lengri tíma en hin áður en liturinn kemur alveg. Liturinn kemur nánast strax með “venjulegu” froðunni en hún smitar alveg soldið áður en efsta lagið er skolað af. Mæli allavega mikið með að brúnkuvörunotendur tékki á Bondi Sands!

Loreal – True Match serum
Uppáhalds farðinn minn er true match serumið frá Loreal þó svo að urban dream cover frá Maybelline sé ofarlega á listanum líka (það er samt hætt að framleiða það😞). True match serum farðinn er mjög léttur og gefur fallegan ljóma.

Lancome – Stifti
Jájá segi ekki mikið um þennan þar sem það hafa örugglega allir heyrt hvað stiftfarðinn frá Lancome er geggjaður. Ég nota litinn beige cannelle sem bronzer<3

Maybelline – Lash Sensational
Ég hef lengi notað lash paradise frá Loreal en allt í einu fannst mér hann gera augnhárin alltof clumpy. Þá fór ég að leita að nýjum maskara… ég prófaði umtalaða sky high maskarann en hann gerði alls ekki nógu mikið fyrir mig. Síðan prófaði ég nýja curl bounce maskarann frá Maybelline sem var alveg fínn og ég á eftir að gefa honum annan séns. Fékk svo snap frá vinkonu minni sem sagði að hún færi alltaf aftur í lash sensational og ákvað þá að tékka á honum. Hann er í algjöru uppáhaldi núna þar sem hann lengir augnhárin rosalega eftir aðeins eitt lag.

NYX – Brow mascara
Var að prófa nýja augabrúnavöru frá NYX sem heitir brow mascara. Ég á hana í litnum Espresso og er mjög hrifin af þessari vöru hingað til! Hún heldur augabrúnunum pikkföstum eftir að þær eru greiddar.

Essie – Speed setter
Ég talaði um það í jóla vloginu á youtube hvað ég er mikill naglalakka fan. Ég myndi aldrei nenna að naglalakka mig svona mikið ef það væri ekki fyrir speed setter frá Essie. Ég er ekki smá að grínast þegar ég segi að naglalakkið þorni alveg á 5 mín þegar ég nota þetta! Mér skilst að það séu til nokkrar týpur en ég nota þessa með fjólubláum miða.

H&M – Color stick
H&M er með mjög góð stifti. Ég nota kinnalitinn rose coral og er mjög ánægð með hann. Ég mun nota þetta stifti þangað til ég tími að kaupa mér Lancome stifti í kinnalit😅

Vörur sem halda sínum stað á favs listanum:
Sensai – bronzing gel
Urban Decay – stay naked concealer
Urban Decay – brow blade
NYX – augn- og varablýantar
Maybelline – lifter gloss

Takk fyrir lesturinn
xoxo
Aleksandra<3

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s