Fyrsta vikan með Astro!

Kynnist Astro ❤ Astro er sætasti moli sem ég veit um og hann er ennþá súperdúper lítill enda bara 9 vikna smáhundur. Astro er rosalegur orkubolti með dass af athyglisbrest sem elskar að leika og kúra hjá foreldrum sínum. Að eiga hvolp er rosalegur rússíbani. Hann er ennþá að kanna heiminn og læra á hann. Ég vissi að það yrði krefjandi að eiga hvolp og … Continue reading Fyrsta vikan með Astro!

Seinasta helgin tvö saman

… í bili! Núna næstu helgi getum við Kristófer LOKSINS sótt hvolpinn okkar og tekið hann heim! Það er líka fleira að gerast þessa helgi eins og valentínusardagurinn og síðan á Kristófer afmæli á mánudeginum. Þar sem við fáum litla molann á laugardeginum og viljum vera sem mest með honum þá ákváðum við að fara ekkert út til að halda uppá valentínusardaginn né afmælið heldur … Continue reading Seinasta helgin tvö saman

Kvöldmatarhugmyndir 2

Þar sem seinasta kvöldmatarhugmyndafærsla (já það er orð 🙂 ) vakti áhuga og margir vildu fá fleiri í þessum dúr þá fannst mér ekkert annað í stöðunni en að koma með fleiri svona færslur. Einnig var ég beðin um að bæta við uppskriftum og það er líka alveg sjálfsagt mál. Ég elda mikið uppúr hausnum og uppáhalds mælieiningarnar mínar eru “dass” og “ca svona” þegar … Continue reading Kvöldmatarhugmyndir 2

Undirbúningur fyrir hvolp

Eins og kannski einhverjir vita þá eigum við Kristófer von á hvolpi og nú er bara ca. mánuður þangað til að við fáum hann heim! Við Kristófer höfðum lengi rætt það að fá okkur hund en lokaákvörðuninni fylgdu ótalmargar pælingar og löng leit að réttu tegundinni. Við komumst í samband við ræktandann “okkar” í maí á seinasta ári og höfum beðið alltof alltof alltof spennt … Continue reading Undirbúningur fyrir hvolp

Kvöldmatarhugmyndir

Nú eru margir farnir að koma sér aftur í rútínu og huga aftur að “venjulegum” kvöldmat. Við fjölskyldan erum allavega búin að vera að lifa á hátíðarmat og take away í jólafríinu og erum núna loksins byrjuð aftur að elda almennilegan heimilismat. Ég er alls ekki að kvarta yfir jólamat og take away en mér finnst gott að fá heimilismat aftur. Mér finnst samt mjög … Continue reading Kvöldmatarhugmyndir

Jólahefðir og hjátrú

Allir hafa sínar jólahefðir og margir með svipaðar! Ég hef ekki kynnst mörgum á Íslandi sem hafa sömu jólahefðir og mín fjölskylda. Enda er ég ættuð frá Póllandi svo að hefðirnar margar koma úr kaþólskri trú. Einnig hafa sumir í fjölskyldunni minni verið nokkuð hjátrúafullir og margar hefðir skapast út frá því. Þó svo að ég trúi ekki endilega á allt þá tek ég sjaldan … Continue reading Jólahefðir og hjátrú

Sörubakstur

Ég er komin í mjög mikið jólaskap! Við mamma keyptum jólatré í vikunni (sem bíður reyndar enn úti á palli eftir að vera tekið inn og skreytt), við erum búnar að jólaskreyta heimilið og flestar jólagjafir eru pakkaðar inn. En það var eitthvað sem vantaði og það var að sjálfsögðu að hefja jólabakstur. Sörur hafa verið lengi í uppáhaldi en ég byrjaði ekki að baka … Continue reading Sörubakstur

Snúin kerti

Ég er búin að sjá nokkuð marga búa til snúin kerti og langaði að gera það líka enda ekkert smá flott að vera með svona heima. Það að handsnúa kertin reyndist auðvelt verk með mjög fallegri útkomu svo mig langaði að deila þessu með ykkur. Ég ætla að segja ykkur skref fyrir skref hvernig þið getið gert þetta. Ég lærði hvernig ég ætti að búa … Continue reading Snúin kerti

Top 10 á TaxFree

Nú eru Tax Free dagar í Hagkaup til 26. nóvember! Mér finnst svo gaman að tríta mig með nýjum snyrtivörum. Ég nýti mér tax free yfirleitt alltaf og þá sérstaklega ef ég sé fólk mæla með einhverjum snyrtivörum sem mig langar oftast strax í. Svo ég ákvað að deila með ykkur mínum uppáhalds snyrtivörum sem finnast í Hagkaup og kannski er eitthvað á listanum sem … Continue reading Top 10 á TaxFree