I DID IT!

Hæ Hæ! Vá hvað það er gaman að vera mætt aftur í bloggskrifin! Seinustu mánuði hef ég verið á fullu að skrifa B.Sc. ritgerðina mína. Ég var óþolinmóð, ég felldi tár (fleiri en eitt og fleiri en tvö) og það var rosalega freistandi að gefast upp en eftir endalausa vinnu, dugnað og þrautseigju náðum við (bekkurinn) LOKSINS að klára að skrifa ritgerðirnar okkar og skila … Continue reading I DID IT!

Íslandshringurinn 2020

Nú er sumarið komið og eflaust margir að pæla í að fara ferðast innanlands. Þá er tilvalið að segja ykkur frá hringferðinni okkar Kristófers seinasta sumar. Get þá deilt með ykkur hvaða leið við tókum, hvaða staði við skoðuðum, hverju við sáum eftir og fleira! Við Kristó ákváðum að taka austurleiðina. Planið var að fara hringinn á viku og taka Vestfirðina líka. Við vorum ekki … Continue reading Íslandshringurinn 2020

Fyrsta vikan með Astro!

Kynnist Astro ❤ Astro er sætasti moli sem ég veit um og hann er ennþá súperdúper lítill enda bara 9 vikna smáhundur. Astro er rosalegur orkubolti með dass af athyglisbrest sem elskar að leika og kúra hjá foreldrum sínum. Að eiga hvolp er rosalegur rússíbani. Hann er ennþá að kanna heiminn og læra á hann. Ég vissi að það yrði krefjandi að eiga hvolp og … Continue reading Fyrsta vikan með Astro!

Seinasta helgin tvö saman

… í bili! Núna næstu helgi getum við Kristófer LOKSINS sótt hvolpinn okkar og tekið hann heim! Það er líka fleira að gerast þessa helgi eins og valentínusardagurinn og síðan á Kristófer afmæli á mánudeginum. Þar sem við fáum litla molann á laugardeginum og viljum vera sem mest með honum þá ákváðum við að fara ekkert út til að halda uppá valentínusardaginn né afmælið heldur … Continue reading Seinasta helgin tvö saman

Undirbúningur fyrir hvolp

Eins og kannski einhverjir vita þá eigum við Kristófer von á hvolpi og nú er bara ca. mánuður þangað til að við fáum hann heim! Við Kristófer höfðum lengi rætt það að fá okkur hund en lokaákvörðuninni fylgdu ótalmargar pælingar og löng leit að réttu tegundinni. Við komumst í samband við ræktandann “okkar” í maí á seinasta ári og höfum beðið alltof alltof alltof spennt … Continue reading Undirbúningur fyrir hvolp

Jólahefðir og hjátrú

Allir hafa sínar jólahefðir og margir með svipaðar! Ég hef ekki kynnst mörgum á Íslandi sem hafa sömu jólahefðir og mín fjölskylda. Enda er ég ættuð frá Póllandi svo að hefðirnar margar koma úr kaþólskri trú. Einnig hafa sumir í fjölskyldunni minni verið nokkuð hjátrúafullir og margar hefðir skapast út frá því. Þó svo að ég trúi ekki endilega á allt þá tek ég sjaldan … Continue reading Jólahefðir og hjátrú

Snúin kerti

Ég er búin að sjá nokkuð marga búa til snúin kerti og langaði að gera það líka enda ekkert smá flott að vera með svona heima. Það að handsnúa kertin reyndist auðvelt verk með mjög fallegri útkomu svo mig langaði að deila þessu með ykkur. Ég ætla að segja ykkur skref fyrir skref hvernig þið getið gert þetta. Ég lærði hvernig ég ætti að búa … Continue reading Snúin kerti

Jólaóskalistinn minn

Nú eru margir að búa til óskalista fyrir jólin. Ég ákvað að deila mínum með ykkur í von um að hann geti mögulega hjálpað ykkur með gjafir fyrir ykkar fólk ❤ Nú eða fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað ykkur langar í og sjáið mögulega eitthvað fallegt hér til að setja á ykkar eigin óskalista. Mig er búið að langa lengi í þessi skópör og … Continue reading Jólaóskalistinn minn